RBC Capital Markets gerir ráð fyrir að Seðlabanki Íslands taki ákvörðun um mikla stýrivaxtalækkun og lækki stýrivexti um 200 - 250 punkta, úr 15,5% í allt að 13%%.

Frá þessu greinir Dow Jones fréttaveitan en Seðlabankinn mun kynna vaxtaákvörðun sína á fimmtudag.

Í síðasta mánuði lækkaði Seðlabankinn vexti sína um 150 punkta, úr 17% í 15,5% en hafði þar á undan lækkað vexti um 100 punkta eða eitt prósentustig, úr 18% í 17%.

RBC Capital Markets, sem er dótturfélag Royal Bank of Scotland, segir verðbólguþrýsting fara hratt minnkandi hér á landi og gerir þess vegna ráð fyrir hraðri stýrivaxtalækkun. Þannig spáir bankinn því að stýrivextir verði fljótlega komnir í um 8%.