Lánshæfisfyrirtækið Moody´s hefur gefið út nýtt lánshæfismat fyrir ríkissjóð Íslands, og segir það óbreytt, með einkunnina A2, og horfurnar stöðugar. Fyrirtækið segir að þó það telji líklegt að uppnám í ferðaþjónustu hafi áhrif á hagvöxt umfram árið 2020, þá búast greinendur þess ekki við að tímabundið áfall nú veiki fjárhagstöðugleika ríkissjóðs eða dragi úr lánshæfi hans.

Verg landsframleiðsla á Íslandi mun dragast saman um 4% á árinu samkvæmt spá, en snúast upp í 1,6% hagvöxt á næsta ári. Sviðsmyndir Seðlabanka Íslands eru á bilinu 2,4 til 4,8% samdrátt, en taldi þó líklegt að hann yrði enn meiri en það.

Staðan á álmarkaði í heiminum er jafnframt talinn einn helsti óvissuþátturinn, og vísar greining fyrirtækisins til þess að þriðji stærsti álframleiðandi landsins, Rio Tinto, sé að endurskoða starfsemi sína og hafi þegar dregið úr henni niður í 85% af hefðbundinni framleiðslu.