Í könnun sem Seðlabanki Íslands gerði á meðal 35 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði kemur fram að þeir gera ráð fyrir því að ársverðbólga verði um 6% það sem eftir lifir ársins. Enn fremur gera þeir ráð fyrir að verðbólganhafi hjaðnað í 5,5% eftir tólf mánuði og muni mælast 5,4% eftir tvö ár, sé miðað við miðgildi svara. Markaðsaðilar væntu þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands myndu hækka um 1 prósentu til viðbótar á þessu ári. Flestir líta svo á að taumhald peningastefnunnar sé of laust.

22 af 35 aðilum svöruðu könnuninni en leitað var til banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Sé litið til lengri tíma gera markaðsaðilar ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 5% næstu tíu ár sem er um ½ prósentu meiri verðbólga en búist var við í síðustu könnun.