Í greiningu Arion banka á húsnæðismarkaði kemur fram að húsnæðisverð hefur haldið áfram að hækka, og með meiri hraða en síðustu ár, og vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hækkað um 13% síðustu 12 mánuði. Ítarlega greiningu má sjá hér . Greining Arion spáir því að íbúðarfjárfesting komi til með að aukast. Þarna er ákveðinn samhljómur með greiningardeild Landsbankans sem spáði einnig aukinni íbúðarfjárfestingu.

Samkvæmt Greiningu Arion banka er markaðurinn fyrir sérbýlishúsnæði komið á fullt skrið sama hvort að litið sé til verðþróun, veltu eða fjölda eigna til sölu. Söluframboð hefur hins vegar hins vegar haldið áfram að minnka og er framboð íbúða ekki nægilega mikið um þessar mundir.

Verðtryggð lán vinsælli

Íbúðalán heimilanna halda áfram að vaxa að sögn greiningardeildarinnar en þó í takti við húsnæðisverð og kaupmátt. Verðtryggð lán njóta þó meiri vinsælda heldur en óverðtryggð.

„Almennt hefur íbúðaverð þróast í takt við undirliggjandi hagstærðir. Ákveðin svæði, sérstaklega miðsvæðis í
Reykjavík, heyra til undantekningar. Þar virðast aðrir þættir en almenn þróun kaupmáttar, lánskjara og
efnahags ráða verðþróun,“ er tekið fram í greiningu bankans.

Þörf fyrir íbúðarfjárfestingu

Þar sem að útlit er fyrir frekari efnahagsvöxt, fjölgun ferðamanna og fólksfjölgun, sem ýtir þetta þar allt með undir þörf fyrir frekari íbúðarfjárfestingu að mati Greiningar Arion. „Við spáum því að íbúðafjárfestingin aukist en hvort hún mun aukast hæfilega mikið ræðst  m.a. af hraða uppbyggingar og hversu mikið erlent vinnuafl kemur hingað á næstu árum,“