Hætta er á að kólnun kínverska hagkerfisins og samdráttur í Kína verði meiri og vara lengur en reiknað hefur verið með, samkvæmt nýjustu hagspá Alþjóðabankans. Spáin nær yfir löndin við Kyrrahaf og A-Asíu. Það eru helst neikvæðar afleiðingar skuldakreppunar í Evrópu sem skilar því að lengri tími mun líða en ella þar til efnahagslífið snýr til betri vegar. Þá hefur kreppan í Bandaríkjunum valdið því að dregið hefur úr innflutningi þar í landi, ekki síst frá Kína.

Hagspáin hljóðar upp á 7,7% hagvexti í Kína á þessu ári. Það er talsverður samdráttur frá maí-spá sjóðsins sem gerði ráð fyrir 8,2% hagvexti í Kína.

Hagspáin litar gengið á hlutabréfamörkuðum beggja vegna Atlantsála í dag.