*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 28. júlí 2020 14:44

Gera það gott eftir öskurherferðina

Hlutabréf markaðsstofunnar M&C Saatchi, sem sá um markaðsherferð fyrir Íslandsstofu, hafa hækkað um 15% í dag.

Ritstjórn
Skjáskot úr myndbandinu en auglýsingaherferðin hefur nú fengið 5,8 milljón áhorf.
Aðsend mynd

Hlutabréfaverð markaðsstofunnar M&C Saatchi, sem sá um svonefnda öskurherferð, hafa hækkað um tæplega 15% það sem af er degi eftir árshlutauppgjör félagsins.

Markaðsstofan gerði grein fyrir því að þessi ársfjórðungur hefði gengið vonum framar. Þar nefnir félagið stóra samninga meðal annars við TikTok, olíufélagið BP, bresk yfirvöld auk auglýsingaherferðar á Íslandi. Félagið gerir í kjölfarið ráð fyrir smávægilegu tapi á þessu ári sem er töluvert betra en áður var búist við.

Sjá einnig: Kæra Ríkiskaup vegna átaksverkefnis

Hlutabréf félagsins standa í 53,2 pundum hvert og er markaðsvirði félagsins því um 61 milljón dala. Í upphafi árs stóðu bréf félagsins í 120 pundum og hafa þau því lækkað um tæp 56% það sem af er ári.