Tilboð hefur borist í tvær eignir Háskólans á Bifröst á háskólasvæðinu. Um er að ræða byggingar sem bera nafnið Sjónarhóll en þar er samtals að finna um 48 íbúðir. Skólinn bauð fasteignir sínar fyrst til sölu í apríl síðastliðnum, en engin önnur tilboð hafa borist hingað til.

Salan á eignum skólans er m.a. tilkomin vegna þeirrar fækkunar sem orðið hefur á staðarnámi hjá Háskólanum og er því ekki sama þörf og áður fyrir húsnæði á svæðinu. Auk þess hefur skólinn glímt við nokkur fjárhagsvandræði undanfarin ár og sagði Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans, á sínum tíma að salan væri skref í því að bæta fjárhagsstöðu hans og glæða svæðið lífi. Fjárfestum hefur staðið til boða að kaupa eignirnar í heild sinni eða að hluta en mestur gæti fjöldi herbergja orðið um 239. Áætlað verð­ mat á eignunum í heild auk reksturs Hótel Bifrastar er um 2.586 milljónir króna.

Skýrist í næstu viku

„Þetta er allt á fyrstu stigum og mun að öllum líkindum skýrast nánar í næstu eða þarnæstu viku,“ segir Hafsteinn. Spurður hvort hinir mögulegu kaupendur ætli sér að vera með hótelrekstur í eignunum segist hann enn sem komið er ekki vita nákvæmlega hvað aðilarnir ætli sér með eignirnar. „Ég ímynda mér að þeir stefni að hótelrekstri án þess að ég viti það nákvæmlega hvað þeir ætla sér. Við eigum fund með þeim núna í byrjun ágúst, en ég get allavega ekki ímyndað mér annað en að þeir ætli sér að vera með einhvern atvinnurekstur á svæðinu,“ segir Hafsteinn.

Nánar er fjallað um málið í Viskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.