Stærsti bóksali heims, Barnes & Noble, hefur verið til sölu síðustu níu mánuði.  Nú hefur Liberty Media Corp gert 1,02 milljarðs dala tilboð í keðjuna.

Liberty Media býður 17 dali á hlut sem er 20,5% hærra en verðið við lokun markaða í gærkvöldi.  Tilboðið verður skoðað af sérstakri nefnd á vegum stjórnar bóksalans.

Barnes & Noble hefur átt undir högg að sækja undanfarin misseri, sérstaklega vegna harðrar samkeppni af hálfu Amazon netverslunarinnar. Bóksalinn rekur 720 bókaverslanir í 50 ríkjum Bandaríkjanna.

Liberty Media er skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum og rekur fjölmargar netsíður.  Má þar nefna ferðasíðuna Expedia.com .