Starfsmenn Nýherja hafa undanfarið verið að prófa sig áfram með 3D prentaðan mat. Í samtali við Viðskiptablaðið útskýrir Sigurður Jóhannsson, vörustjóri prentsmiðjulausna hjá fyrirtækinu að tækið sé aðallega hugsað til að útbúa einstaka og ákveðna hluti en alls ekki sem framleiðslutæki.

„Tækið sem við höfum verið að leika okkur með hérna er þannig að við getum sett í hann þrennskonar mismunandi efni.  Við höfum verið að prófa okkur áfram með súkkulaði og súkkulaði krem og höfum verið að búa til hin ýmsu form. Svo getur maður líka sett í tækið deig og búið til ýmsar skrautlegar smákökur og annað slíkt sem svo er bakað eftir að prentarinn líkur verki sínu.“ Sigurður segir fólk sérstaklega hafa verið að nota matarprentara til að skreyta kökur og matardiska með allskonar línum, merkjum og öðru slíku.

„Ég veit ekki til þess að það séu einhverjir aðrir svona matarprentarar í notkun hérna heima enda allt í kringum þá á frumstigi,“ bætir hann við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa hækkað í verði.
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn efst um reglur Seðlabankans.
  • Upplausn ríkir í stærstu stjórnmálaflokkum Bretlands.
  • Spenna á vinnumarkaði fer vaxandi.
  • Engin lög eru um 1.000 milljarða króna ábyrgð.
  • Skiptum er lokið á þrotabúi Kjötbankans.
  • Hlutfall stórlaxa er mjög hátt enn sem komið er.
  • Ari Edwald segir gagnrýni framkvæmdastóra Örnu ósanngjarna.
  • Svipmynd af Daniel Niddam, sölu- og markaðsstjóra Sæplasts.
  • Ítarlegt viðtal við Hrund Rudolfsdóttur, forstjóra Veritas.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Brexit.
  • Óðinn fjallar um innistæðuábyrgðir.