Auk hlutabréfa, skráðra sem óskráðra, sjá margir fjárfestar einnig tækifæri í fasteignum, en eins og Ásgeir Jónsson sagði í samtali við Viðskiptablaðið í sumar þá er verð á fasteignum tiltölulega lágt núna.

Nýjasti sjóðurinn sem ætlað er að gera út á þessi mið er fasteignasjóður GAMMA. Honum til viðbótar má nefna Fasteignasjóð Íslands, sem er rekinn af MP banka, fasteignasjóð Stefnis og Fast-1 sem VÍB rekur.

Áhersla þessara sjóða allra hefur verið á atvinnuhúsnæði með það að markmiði að fá leigutekjur af eignunum. Í viðtali við Andra Guðmundsson, framkvæmdastjóra HF Verðbréfa, sagði hann að fjárfesting í leiguhúsnæði, þar sem samningar til langs tíma liggja fyrir, sé áhugaverð, einkum ef eignirnar eru keyptar skuldlaust. Það sem skipti máli fyrir fjárfestinn sé raunávöxtunin til langs tíma litið og ef leigutekjur eru nægilega miklar þá geti þetta verið góð ákvörðun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.