Lokið hefur verið við gerð á heimildarmynd um athafnarmannin Björgólf Thor Björgólfsson og langafa hans Thor Jensen. Hinn danski Ulla Boje Rasmussen leikstýrði myndinni og verður hún frumsýnd 7.september næstkomandi í Danmörku.

Björgólfur Thor mun taka þátt í pallborðsumræðum á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Myndin fjallar um sögu Thorsaranna tveggja; Thor Jensen, sem flutti munaðarlaus til Íslands þegar hann var fjórtán ára, ris hans og fall, og barnabarnabarn hans, Björgólf Thor Björgólfsson, sem varð ríkasti maður Íslands áður en bankahrunið skall á haustið 2008. Myndin ber nafnið Thor's saga.

Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir í samtali við Fréttatímann að Björgólfur Thor hafi ekki á nokkurn hátt komið nálægt gerð myndarinnar að öðru leyti en því að hann veitti viðtöl og lánaði áður óbirtar myndir úr fjölskyldualbúmum.