Fyrir fimm árum sendi stjórn ÍSP bréf á ráðherra fjármála og innanríkisráðherra og tilkynnti að að óbreyttu myndi fyrirtækið stefna í þrot. Þrátt fyrir það var árið 2017 ráðist í framkvæmdir fyrir um 1.200 milljónir króna. Á meðan hefur færeyski pósturinn, Posta, snúið sínum rekstri við með því að loka pósthúsum sínum og leita annarra lausna við að dreifa pósti.

Viðskiptablaðið beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) um það hvort stjórn ÍSP hefði gert FJR viðvart áður en lagst var í þær framkvæmdir. Í eigendastefnu ríkisins segir meðal annars að félög skuli kynna eiganda fyrirætlanir um „meiriháttar fjárfestingar og meiriháttar lántökur, ásamt aðgerðum sem fela í sér starfsemi á nýju sviði, stofnun nýrra félaga og skuldbindandi langtímasamninga […]“.

Í svari FJR sagði að greinin snúi aðeins að lántöku og aðgerðum sem fela í sér starfsemi á nýju sviði og sé ekki eðlilegur hluti af daglegum rekstri félagsins. „Að fjárfesta í að aðlaga lykileiningu félagsins, þ.e. flokkunarmiðstöð félagsins, að þessum veruleika til að auka hagkvæmni og bæta þjónustu er eitthvað sem stjórn getur tekið ákvörðun um án aðkomu eiganda,“ segir í svari FJR.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .