Sigurður Ingi Jóhannsson segir að stjórnvöld hafi gert rétt er þau ákváðu að grípa ekki inn í stöðu Wow air í vor. Kæmi til þess að Icelandair lenti í svipuðum hremmingum myndi félagið fá sömu meðferð.

Sem ráðherra samgöngumála hefur Sigurður Ingi flugmál á sinni könnu en þar hefur, sem kunnugt er, margt gerst á árinu. Wow air fór á hausinn í mars og staða Icelandair hefur versnað vegna kyrrsetningar Boeing 737Max.

„Við vorum mjög með puttann á púlsinum með stöðu Wow. Við erum með viðbragðsáætlun um það hvaða atvinnugeirar eru það kerfislega mikilvægir að ríkið þurfi að hafa áhyggjur fyrir fram og hvenær rétt sé að ríkið grípi inn í.

Þó flugið væri mikilvægt mátum við það svo að ekki væri rétt að stíga inn í. Þar hef ég ekki skipt um skoðun og það myndi líka gilda fyrir Icelandair ef sú staða kæmi upp,“ segir Sigurður Ingi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .