Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri spyr hvers Jónas Hallgrímsson eigi að gjalda, eftir að nýr 10 þúsund króna seðill var kynntur í gær. Á bloggsíðu sinn i vekur Tryggvi athygli á því að á seðlinum sé að finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings.

„Nýmæli er að kalla Jónas Hallgrímsson alþýðufræðara og óljóst af hverju það er gert, enda þótt hann hafi þýtt stjörnufræði og sundreglur fyrir almenning. Þá er lóan látin vera einkennisfugl Jónasar – en ekki þrösturinn,“ segir Tryggvi. Þrösturinn sé fugl Jónasar.

„En hvers á Jónas Hallgrímsson að gjalda og hvers vegna kynnir Seðlabankinn sér ekki ævi hans og feril áður en ráðist er í þessa ósvinnu, seðlabankastjóri?,“ spyr Tryggvi á endanum.