Sérstakur saksóknari gerir kröfu um að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, verði dæmdir í sex ára fangelsi í Al-Thani málinu.

Saksóknari krefst hins vegar fjögurra ára fangelsi yfir Magnúsi Guðmundssyni fyrrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Ólafi Ólafssyni,  var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll. Eru þeir ákærðir fyrir hlutdeild í meintum brotum Hreiðars og Sigurðar.

Sigurður Einarsson sagði í samtali við VB Sjónvarp um málið fyrir ári rannsókn embættis saksóknara í Al Thani-málinu fáránlega og ekki trúa öðru en að því verði vísað frá. Þá sagðist hann ekkert geta unnið á fjármálamarkaði á meðan málið hangi yfir honum.

Morgunblaðið fjallar um Al Thani málið, en málflutningur hélt áfram í morgun.