*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 13. nóvember 2013 12:19

Gerir kröfu um sex ára fangelsisdóm yfir Hreiðari og Sigurði

Sérstakur saksóknari krefst fjögurra ára fangelsis yfir Magnúsi og Ólafi.

Ritstjórn

Sérstakur saksóknari gerir kröfu um að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, verði dæmdir í sex ára fangelsi í Al-Thani málinu.

Saksóknari krefst hins vegar fjögurra ára fangelsi yfir Magnúsi Guðmundssyni fyrrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Ólafi Ólafssyni,  var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll. Eru þeir ákærðir fyrir hlutdeild í meintum brotum Hreiðars og Sigurðar.

Sigurður Einarsson sagði í samtali við VB Sjónvarp um málið fyrir ári rannsókn embættis saksóknara í Al Thani-málinu fáránlega og ekki trúa öðru en að því verði vísað frá. Þá sagðist hann ekkert geta unnið á fjármálamarkaði á meðan málið hangi yfir honum. 

Morgunblaðið fjallar um Al Thani málið, en málflutningur hélt áfram í morgun.