Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Hilmir Ingi Jónsson og kona hans sóttu árið 2006 um einkaleyfi fyrir rafskynjara. Þeir áttu að koma í stað hefðbundinna rafmagnsöryggja og hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með raforkunotkun sinni með það fyrir augum að sjá hvar draga mætti úr rafmagnsnotkun. Hilmir er rafvirki að mennt og og uppgötvaði í starfi sínu að skortur var á upplýsingum til bilanaleitar. Hann fékk því hugmyndina að greiningarbúnaði ReMake Electric sem veitir notendum hans upplýsingar um rafmagnsnotkun og getur stuðlað að orkusparnaði til langframa.

Greiningarbúnaður og rafmagnsvöktunarkerfi Remake Electric gerir notendum kleift að draga úr raforkunotkun um hátt í 30%. Að sama skapi verður fólk að fylgjast með notkuninni til að tryggja að notkunin aukist ekki á ný og eyði sparnaðinum sem náðst hefur. „Þetta er svipað því og að vera í bíl og vita loksins núna hvenær þú átt að skipta um gír svo bíllinn fari ekki að eyða of miklu eldsneyti,“ segir Hilmir.

Nánar er fjallað um málið í Orkublaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu 18. september 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .