Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá N1, gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði á líku róli og það hefur fest sig í núna.

„OPEC hefði gefið út að þeir hyggðust minnka framleiðslu sína mikið en vegna þrýstings víða að þá verður það ekki en það er ljóst að það er að draga úr notkun í Japan og Kína," sagði Magnús.

Hann sagðist halda að heimsmarkaðsverð olíu yrði á svipuðu róli næstu mánuði en það sagðist hann byggja á tilfinningu fremur öðru. Hann sagðist gera ráð fyrir að meðalverð olíu yfir árið yrði 95 dollarar fatið enda var olíuverð í hæstu hæðum í sumar.