Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist í samtali við visi.is ekki búast við öðru en að staðið verði við ákvæði kjarasamninga. Samkvæmt samningum eiga almennar launahækkanir að taka gildi þann 1. febrúar næstkomandi.

Í morgun greindi Seðlabankinn frá ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi ekki vera forsendur til launahækkana á næsta ári umfram kjarasamninga. Már nefndi mögulegar launahækkanir sem óvissuþátt við næstu stýrivaxtaákvörðun.