*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 5. febrúar 2019 11:01

Germania verður gjaldþrota

Þýskt flugfélag fetar í fótspor Air Berlin og fer í gjaldþrotameðferð. Stækkuðu flugflotann mikið 2016.

Ritstjórn
Grænn var einkennislitur hins yfir 30 ára gamla flugfélags Germania.
epa

Þýska flugfélagið Germania er komið í gjaldþrotameðferð og er stór hluti 37 véla félagsins nú kyrrsettar víðs vegar um heiminn. Félagið, sem staðsett er í Berlín ig hefur flutt um 4 milljón farþega á ári, segir ástæðu gjaldþrotsins vera miklar hækkanir á olíuverði síðasta sumar.

Ákvörðunin kemur rétt um mánuði eftir að félagið viðurkenndi að það væri í fjárhagskröggum eftir það sem það kallaði „sérlega krefjandi ár“ fyrir fluggeirann. Í síðustu viku sagðist félagið ekki hafa náð að borga starfsmönnum fyrir janúarmánuð. 

Kyrrsetning véla félagsins nær þó ekki til starfsemi dótturfélaga í tveimur löndum, það er Germania Flug AG í Sviss og Bulgarian Eagle.Sagði félagið í tilkynningu að þeir sem hefðu bókað ferðir með ferðaskrifstofum gætu í samstarfi við þær fengið flug með öðrum leiðum með þeim, en farþegar sem hefðu bókað beint með félaginu ættu ekki rétt á öðru flugi.

Félagið, sem hafði starfað síðan 1987, jók mikið við flugflota sinn árið 2016 með því að kaupa 25 Airbus A320neo vélar, með valmöguleikanum á að bæta við sig 15 fleiri vélum. Árið 2017 fór annað þýskt félag, Air Berlin, sem var þá annað stærsta þýska félagið, í gjaldþrot. Keypti Lufthansa, stærsta þýska félagið og easyJet hluta af félaginu eftir gjaldþrotið. 

Nú býður Lufthansa þeim sem áttu bókað far með Germania afslátt af miðum til loka febrúar að því er segir á vef The News Tribune.

Stikkorð: easyJet Lufthansa flugfélag Germania Air Berlin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is