Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Í áætluninni er gert er ráð fyrir ríflega 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi, meira en 17 milljarða króna tekjum og fjárfestingum fyrir 6,9 milljarða króna.

Eiginfjárhlutfall er áætlað 55% á árinu 2008 og hefur hækkað úr 33% frá árinu 2002. Rekstrarframlög til leikskóla- og grunnskólamála aukast um meira en 700 milljónir króna á milli ára og verða 57% af skatttekjum bæjarins.