Verðlagsnefnd búvara hefur náð samkomulagi um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara. Verð til bænda hækkar um 2,9%, eða um 1,28 kr/ltr og því samhliða mun verða verðbreyting á heildsöluverðum mjólkur og mjólkurafurða. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða mun því um komandi áramót hækka um 1,46% - 2,50%.

Í samkomulagi Verðlagsnefndar hafa fulltrúar mjólkuriðnaðarins jafnframt lýst því yfir að verð á öðrum mjólkurvörum, sem ekki heyra undir ákvörðun nefndarinnar, hækki ekki umfram 2,50%.