Stjórn Keops samþykkti í gær fjárhagsáætlun Keops A/S en þar er gert ráð fyrir að hagnaður án breytinga á verðmæti verði alls um 600 milljónir danskra króna á næsta reikningsári eða um 7,2 milljarðar króna að því er segir í frétt á heimasíðu Baugs.

Fram kemur í fréttinni að breytingar á verðmæti geti fært fyrirtækinu 170 milljónir danskra króna til viðbótar eða ríflega 2 milljarða íslenskra króna. Því er búist við að hagnaður fyrir skatta muni nema um 770 milljónum danskra króna eða 9,2 milljarðar króna. Stjórnin gerir auk þess áfram sömu væntingar til þessa reikningsárs og áður hafa komið fram segir í fréttinni.