Skráð atvinnuleysi í október 2007 var 0,8%, eða það sama og í september s.l. Samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunnar voru að meðaltali voru 1.315 manns á atvinnuleysisskrá, sem er 21 færri en í september. Atvinnuleysi er um 20% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,0%.

Atvinnuleysið versnar yfirleitt milli október og nóvember. Í fyrra fór atvinnuleysi milli þessara mánaða úr 1% í 1,1%, lausum störfum hefur farið fækkandi og laus störf í lok október fyrir ári síðan voru nokkru fleiri en nú. Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítillega milli október og nóvember.

Atvinnuleysis stendur nánast í stað meðal karla bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, sem og hjá konum á höfuðborgarsvæðinu, en eykst lítið eitt hjá konum á landsbyggðinni.