Borgarstjórnarhópur sjálfstæðismanna tilkynnti á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær að hann hygðist stefna að því að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Reykjavík Energy Invest (REI). "Við teljum nokkuð ljóst að með því munum við innleysa um það bil tíu milljarða króna hagnað. Þessir peningar verða nýttir til að greiða niður skuldur borgarinnar," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.

Arna Schram fjallar um málið í Viðskiptablaðinu í dag.