Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,6% á þessu ári og 2,5% á því næst og 3% árið 2014, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Einkaneysla og fjárfestingar knýja vöxtinn. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en til samanburðar mældist 3,1% hagvöxtur hér á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Fram kemur í hagspá Hagstofunnar að þótt verðbólga hafi aukist nokkuð síðustu mánuði þá hafi kaupmáttur lána vaxið frá síðasta vori og styðji það við vöxt í einkaneyslu. Þá hafi fjárfestingar sömuleiðis tekið við sér þótt heildarfjárfesting þurfi að aukast talsvert á næstu árum.

Að því viðbættu kemur fram að lágt gengi krónunnar sé grundvöllur góðrar afkomu útflutningsgreina og styðji það við innlenda framleiðslu sem eigi í samkeppni við innflutning.