Samninganefndir ASÍ og SA vonast til að skrifa undir nýjan kjarasamninga á morgun sem muni gilda fyrir um 85 þúsund félagsmenn á almennum markaði.

Samningarnir eru gerðir með hliðsjón og í framhaldi af Salek samkomulaginu og fela í sér leiðréttingar á launum þeirra sem hefðu gengið frá endurnýjun kjarasamninga fyrir undirritun Salek samkomulagsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Aðildarfélög innan ASÍ sömdu vorið 2015 til þriggja ára um launahækkanir sem fela í sér minni launahækkanir en felast í Salek samkomulaginu. Nýir samningar tryggja sambærilegar launahækkanir og samið hafði verið um á opinbera markaðnum.

Vonast er til að skrifa undir á morgun en það fer endanlega eftir svörum ríkistjórnarinnar varðandi lækkun tryggingargjalds eða annarra mótvægisaðgerða vegna kostnaðarauka samninganna. Ef samningarnir verða samþykktir þá munu þeir koma í stað gildandi samninga, en gildistími nýrra samninga er til ársloka 2018.