Enginn hægðarleikur er að afla upplýsinga um leiðtoga Gertner-fjölskyldunnar, bræðurna Mendi og Moises Gertner, sem keypti í gær um 2,5% í Kaupþingi fyrir um 14 milljarða króna. Þeir bræður forðast sviðsljósið.

Hvar sem borið er niður virðist það samdóma álit erlendra fjölmiðla að Gertner-bræðurnir séu einkanlega áhugalausir um sviðsljósið, berist lítið á og forðist fjölmiðlaumfjöllun eins og heitan eldinn. Mendi er 48 ára gamall og Moises fimmtugur.

„Ég held að það sé óhætt að segja að þeir hafi alltaf verið mjög lítið fyrir athygli, látið lítið á sér bara og verið illa við að um þá sé talað,“ sagði einn viðmælenda Viðskiptablaðsins sem hefur kynnst bræðrunum af eigin raun.

„Það kom mér meira að segja svolítið á óvart að þeir væru tilbúnir að fram kæmi að þeir hefðu keypt í Kaupþingi en þeir eru auðvitað á hluthafalistum hér og þar og þeir listar eru svo sem sjaldnast feimnismál.“

___________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .