Gertner-fjölskyldan á Bretlandi sem á ættir sínar að rekja til Venesúela hefur keypt rúmlega 2% hlut í Kaupþingi sem skýrir hin miklu viðskipti með bréf Kaupþings í dag eða upp á um 14,5 milljarða króna. Gertner-fjölskyldan er þekkt í Bretlandi og er umsvifamikil í fasteignaviðskiptum, landa-, olíu- og námuviðskiptum og hefur einkum fjárfest í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Evrópu.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir að Kaupþing hafi þekkt til fjölskyldunnar töluvert lengi. Hann segist mjög ánægður með að fá fleiri erlenda fjárfesta að Kaupþingi og þessi kaup sýni að menn hafi trú á bankanum. Aðspurður segist Sigurður telja að það hafi verið mat Gertner-fjölskyldunnar að evrópskir bankar væru almennt lágt verðlagðir og hún hafi því sé tækifæri í því að kaupa bréf í Kaupþingi.