Lögreglan í Manchester í Englandi gerði nýlega upptæka falsaða miða á leiki Manchester United.

Lögreglan í borginni gerði í lok janúar húsleit vegna gruns um peningaþvætti og fjármálsvik. Þá fundust um 40 miðar á leik Manchester United gegn Arsenal sem nýlega hafði farið fram ásamt skrá yfir þá miða sem þegar höfðu verið seldir á sama leik.

Þá fundust einnig fjöldinn allur af fölsuðum ársmiðum á Old Trafford, heimavöll Manchester United, auk 11 þúsund Sterlingspunda í reiðufé.

Þrír karlmenn voru í kjölfarið handteknir, sá yngsti 23 ára og sá elsti 51 árs, allir grunaðir um miðafölsun og önnur brot, s.s. peningaþvætti.