Svenn Dam, stjórnarformaður Nyhedsavisen, segir í samtali við Børsen að stjórnendur blaðsins hafi ekki gert sér auðvelt fyrir síðastliðna mánuði.

„Allt þetta tal um reikningsskil, eignahluti og tilfærslur fjár tók allt og mikinn tíma og einbeitingu frá því sem skipti höfuðmáli, nefnilega að vera stærsta dagblað Danmerkur."

Morten Lund sagði í pósti til starfsmanna Nyhedsavisen í gær að hann væri óendanlega leiður yfir því að þurfa að hætta útgáfu blaðsins.

„Ásamt stjórnendum og ritstjórn blaðsins hef ég barist til síðasta blóðdropa til að bjarga verkefninu, sem við höfum öll trúað á."

„Af öllu mínu hjarta vil ég þakka viðskiptafélögum, samstarfsmönnum og öllum öðrum sem störfuðu fyrir Nyhedsavisen og tóku þátt í þessum slag."