Versnandi verðbólguvæntingar eru til þess að líklegra er að vextir hækki á næstunni en að þeir lækki. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á fundi með blaðamönnum áðan. Aðspurður hvort hann óttist ekki að þetta muni skila sér í aukinni verðbólgu segir Már svo ekki vera.

„Það er slaki í kerfinu og þess vegna erum við ekki að hækka vexti núna, ef það væri spenna í kerfinu þá myndum við hækka vexti núna,“ sagði Már. „Ef verðbólga fer að stefna út úr kortum, þá gerum við það sem þarf til þess að taka á því.“