Elon Musk, forstjóri Tesla, sendi í gær frá sé það sem helst má skilja sem viðvörun á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann varar við framtíðartækniþróun tengdri gervigreind. Segir hann hana hættulegri en kjarnorkudeilu Bandaríkjanna við Norður Kóreu.

Musk hefur oft áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna þróunar gervigreindar en færslunni fylgdi mynd þar sem undir stóð: Að endingu munu vélarnar vinna. (e. In the end, the machines will win). Ásamt ýmsum öðrum verkefnum þá kom Elon Musk meðal annara stofnun samtakanna OpenAI, sem hafa það að markmiði stuðla að öruggri þróun gervigreindar.

Þrátt fyrir að gagnrýni hans hafi fallið fyrir daufum eyrum í tækniheiminum þá er Musk ekki sá eini sem hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir þróuninni. Eðlisfræðingurinn og rithöfundurinn Stephen Hawking hefur einnig sent frá sé viðvörun þar sem hann varar við framtíðargetu tækja til að afla sér upplýsinga. Telur hann það geta stuðlað að endalokum mannkyns.