Gervigreind er raunar afar frumstæð ennþá, en engum blandast hugur um að stórstígar framfarir eru rétt handan við hornið, sem valda mun straumhvörfum í mannkynssögunni í bland við vélvirkni, fjarskipti, skammtatækni, líftækni og vafalaust sitthvað fleira, sem við gerum okkur enga hugarlund um.

Fjártæknin og bankarnir

Fjártækni er meðal þess, sem menn horfa mikið til í þessum efnum, enda er hún lengra á veg komin en mörg önnur tækni, sem menn vænta mikils af. Fjármál eiga enda að mörgu leyti vel við hina nýju upplýsingatækni, þar ræðir um sammælanlegar stærðir ogútreikninga á þeim, þar sem miklu skiptir að finna ákjósanlegustu leiðirnar á augabragði, nýta fjármagnið vel og láta fé vaxa af fé. Það er líka eftir heilmiklu að slægjast. Þrátt fyrir að bankar hafi tæknivæðst að miklu leyti eru þeir samt að mörgu leyti staðnaðar stofnanir, kostnaðarsamir í rekstri og þjónustan dýr. Þeir eru útsettir fyrir mistökum starfsmanna, áföllum viðskiptamanna, svindli og sóun.

Og nýbreytni frumkvöðla úr tæknigeiranum, sem eru með urmul nýrra hugmynda og óhræddir við tilraunastarfsemi. Bankar eru flestir varfærnir og nýjungagirni fátíð; þeir eru fjölmargir brenndir eftir fjármálakreppuna og undir viðameira regluverki en nokkru sinni fyrr. Þetta hafa fjártæknifyrirtæki notfært sér og hafið innreið gjaldeyrismiðlun á neytendamarkaði, greiðslumiðlun og eignastýringu. Þau bjóða flest upp á nýjar og snjallar lausnir í fjármálum, en umfram allt bjóða þau flest þjónustuna við mun vægara verði en bankarnir geta. Við því hafa bankarnir ekki átt svar, þó að vissulega hafi sumir þeirra reynt að tileinka sér fjártækni. Fjártæknin byggir ekki aðeins á góðum algrímum, lítilli yfirbyggingu og útbreiddri tækni, því þau hafa einnig verið dugleg að samþætta tækni. Þau hafa notað fingrafaralesara og andlitsgreiningu í snjallsímum til þess að gera þjónustu sína öruggari en nokkrum banka eða kortafyrirtæki getur auðnast, allar færslur eru dulkóðaðar og eru mjög ónæm fyrir tilraunum til svindls.

Lifa bankarnir af?

Það er því varla nema von þó menn spyrji hvort bankarnir lifi þessa samkeppni af. Bill Gates hjá Microsoft benti á sínum tíma á að fjármálaþjónusta væri nauðsynleg, en bankarnir ekki. Sá dagur kann að renna upp fyrr en varir að þeir renni sitt skeið. Samkvæmt könnun PWC telja 55% bandarískra bankastjóra að fjártækni ógni hefðbundnum bönkum. Þá skiptir máli að fólk á aldrinum 20-50 ára (sem ræður yfir um 50% kvikra fjármuna vestra) er bæði mjög áfram um stafræna fjármálaþjónustu og ber lítið traust til banka. Því er sennilega svipað farið í Evrópu.

Breytingar á regluverki (PSD2) munu vafalaust ýta undir það, en þær miða beinlínis að því að afnema einokun banka á upplýsingum um viðskiptamenn og greiðslumiðlun þeirra. Það þýðir t.d. að fólk þarf ekki að bíða eftir því að bankinn þeirra smíði greiðsluapp, heldur getur það notað app frá hverjum sem er öðrum til þess að annast fjársýslu sína. Vart mun líða á löngu þar til margir velta fyrir sér til hvers bankinn sé þá. Vissulega má benda á ýmsa þætti bankastarfsemi, sem vafalaust munu lifa góðu lífi enn um hríð, en ekki þá síst hvað varðar mannlega þáttinn.Gervigreind er raunar afar frumstæð ennþá, en engum blandast hugur um að stórstígar framfarir eru rétt handan við hornið, sem valda mun straumhvörfum í mannkynssögunni í bland við vélvirkni, fjarskipti, skammtatækni, líftækni og vafalaust sitthvað fleira, sem við gerum okkur enga hugarlund um.

Nánar er fjallað um málið í Fjórðu iðnbyltingunni, nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins. Hægt er að óska eftir áskrift að Frjálsri verslun með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].