Dótturfyrirtæki Google, DeepMind, hefur nú unnið að þróun gervigreindarforrits sem heitir AlphaGo. Forritið er hannað í þeim tilgangi að spila 2.500 ára gamalt borðspil sem upprunnið er frá Asíu og kallast Go.

Þegar DeepMind tilkynnti um að forrit fyrirtækisins hefði sigrað mannlegan Go-spilara í síðasta október var mat helstu vísindamanna að gervigreindarkerfi gætu ekki sigrað mannlegan Go-spilara fyrr en eftir fimm til tíu ár.

AlphaGo sigraði Lee Sedol heimsmeistarann í Go nú í dag. Gervigreindarforritið notast við einskonar rafrænt taugakerfi sem gerir því kleift að ‘upplifa’ spilunina og læra þannig af henni í stað þess að vera forritað fyrir ákveðnum spilahætti.

Go er margfalt flóknara en tafl. Í hvert skipti sem leikmaður hreyfir taflmenn sína standa honum um 20 möguleikar til boða, meðan í Go eru möguleikarnir um 200. Séu allar mögulegar borðstöður í Go taldar eru þær í raun fleiri en mat vísindamanna á magni frumeinda í alheiminum.