Nassim Nicholas Taleb er andskoti þeirra sem hylma yfir vanþekkingu sína með því að nota flókið en innihaldssnautt tæknimál til að lýsa margræðum atburðum. Og hann hefur innistæðu fyrir því að taka það hlutverk að sér : Hann er með doktorspróf í fjármálastærðfræði og á að baki langa reynslu af fjármálamörkuðum. Hins vegar hefur ástundun hans á þekkingarfræði gert hann að efasemdamanni og einörðum - oft á tíðum hrokafullum - boðbera þeirrar skoðunar að fólk ofmeti algjörlega getu sína til þess að sjá fyrir þróun og greina flókið orsakasamhengi. Taleb hefur gert grein fyrir þessari skoðun í ræðu og riti og var nýjasta bók hans, Svarti svanurinn, meðal annars tilnefnd til eftirsóttra verðlauna fjárfestingabankans Goldman Sachs og breska blaðsins Financial Times, fyrir bestu viðskiptabók ársins.

Lesið meira í helgarblaði Viðskiptablaðsins.