Karólína Þorsteinsdóttir, viðskiptafræðingur og Gestur Gestsson, stjórnarformaður Advania eru tekjuhæstu einstaklingarnir í flokkum ýmsir menn í atvinnulífinu í Tekjublaði frjálsrar verslunar sem kom út á þriðjudaginn. Mánaðartekjur þeirra námu um 5,9 milljónum á mánuði.

Meðal annarra einstaklinga á listanum eru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis sem að hafði um 4,4 milljónir í tekjur á mánuði.

Tekjuhæstu einstaklingarnir í flokknum Ýmsir menn í atvinnulífinu:

  1. Karólína Þorsteinsdóttir, viðskfr. 5.922
  2. Gestur Gestsson, stjórnarfm. AdvaniaAB 5.910
  3. Kári Kárason, viðskfr 5.793
  4. Guðjón Rúnarsson, bifrstj. 5.582
  5. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugss., stjform. Lýsis 4.365

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .