Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum-málinu komi sér ekki á óvart. Allir sakborningar í málinu, þeir Jón Ásgeir, Lárus Welding, Bjarni Jóhannesson og Magnús Argrímsson voru sýknaðir af ákæru sérstaks saksóknara í morgun.

„Ég tel að málsmeðferð fyrir dómi hafi leitt það til ljós að niðurstöður rannsóknar sem ákæran  byggðist á hafi einfaldlega verið rangar. Þess vegna tel ég að þessi niðurstaða sé rétt,“ sagði Gestur við blaðamenn eftir dómsuppsögu.