Ólíklegt er að kínverskir fjárfestar geti keypt jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er við hlið Geysissvæðisins, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær hafa þeir áhuga á að kaupa þessa 1.200 hektara jörð til uppbyggingar ferðaþjónustu.

Miðað við núverandi reglur Dómsmálaráðuneytisins, sem settar voru árið 2014, geta fasteignakaup útlendinga hér á landi fari ekki umfram 25 hektara að því er Morgunblaðið greini frá. Þetta á við landsvæði utan skipulags þéttbýlis sem leigt er eða selt til atvinnustarfsemi til annarra en borgara EES svæðisins.