Viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um að flytja þjónustu við aldraða til sveitarfélaga ganga hægt. Megin ástæðan eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila sem skipta milljörðum króna, en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Stefnt var að yfirtöku sveitarfélaga á verkefnunum um næstu áramót og hafa nefndir unnið í málinu. Líklegt er að einhver ár muni líða áður en til þess kemur.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að sveitarfélög vilji ekki taka við þjónustu við aldraða á meðan uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila eru jafn miklar og raun ber vitni. Hann segir að ríkið þurfi að klára slík mál áður en málefni aldraðra verða flutt. Sveitarfélög geti ekki tekið við skuldbindingum ríkisins því það myndi einungis bitna á þjónustunni.