Greiningardeild Landsbankans telur að kaupsamningar og kaupréttir Icelease á Boeing flugvélunum séu orðnir verðmeiri í dag frá því þeir voru undirritaðir, m.a. vegna erfiðleika í þróun og framleiðslu Airbus flugvéla. Dulin verðmæti gætu numið tugum milljóna Bandaríkjadollara segir greiningardeildin.

Hún bendir þó á að rétt sé að hafa í huga að um sýnda veiði er að ræða en ekki gefna. Talsverður tími er í afhendingu vélanna og ómögulegt að segja til um þróun ytri aðstæðna sem ráða miklu um hvort um ávinning verður að ræða og þá hversu mikinn.