Ekki er fyrirhugað að Landsbankinn vaxi mikið eins og ástatt er í hagkerfinu nú og því gefst honum kostur á að greiða ríkinu tæpa 10 milljarða króna í arð af afkomu síðasta árs. Þetta segir bankastjórinn Steinþór Pálsson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Steinþór sagði m.a. að ef efnahagsumhverfið verði í lagi þá megi búast við því að bankinn greiðir reglulega út arð nú þegar búið sé að aflétta banni á arðgreiðslum.

Eins og vb.is sagði frá í morgun leggur bankaráð Landsbankans til að greiddar verði sem nemi 42 aurum á hlut vegna afkomunnar í fyrra. Það svarar tl 39% af hagnaði síðasta árs. Ríkið á 98% hlut í Landsbankanum og fær rúma 9,7 milljarða. Starfsmenn Landsbankans eiga 2% hlut og fá um 200 mlljónir króna.