FFyrir rúmu ári, áður en stóra kvótafrumvarpið var lagt fram í fyrra, sendi gamli Landsbankinn þeim nýja bréf, þar sem lýst var yfir áhyggjum af því að misræmi í inn- og útgreiðslum á erlendri mynt gæti þýtt að nýi bankinn gæti ekki greitt erlenda skuldabréfið upp að fullu í gjaldeyri.

Þetta undirstrikar það hversu viðkvæmur nýi bankinn er fyrir breytingum á innstreymi gjaldeyris og þar með lagabreytingum sem hafa áhrif á útgerðarfyrirtæki. Ekki er vitað hver áhrifin á bankann verða, en í umsögn Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors segir að veiðigjaldið muni veikja íslenskan sjávarútveg stórlega og að íslensk fyrirtæki geti hrakist út af bestu mörkuðunum erlendis.

Nánar er fjallað um kvótafrumvarpið og skuldabréf nýja Landsbankans í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.