Það hefur ríkt sannkallað gullgrafaraæði á Höfn það sem af er ári, en samkvæmt frétt mbl.is hafa margir aðilar ákveðið að leigja húsnæði sitt út í lengri eða skemmri tíma í sumar. Meðal annars sendi fyrirtæki eitt bréf til allra íbúa bæjarfélagsins þar sem óskað var eftir að fá að skrá eignir til leigu á netinu.

Þetta getur gefið vel í aðra hönd, en mikil eftirspurn er eftir gistiþjónustu á svæðinu og segja kunnugir að strax og hótel komi upp séu vinsælustu mánuðirnir orðnir uppbókir. Í kjölfarið hafa þó vaknað ýmsar spurningar um hvort slík heimagisting keppi á samkeppnisgrundvelli við almenn gistiþjónustufyrirtæki, meðal annars með tilliti til opinberra gjalda.

Við lauslega athugun mbl.is kom í ljós að einbýlishús fyrir sex gesti var til leigu fyrir um 94 þúsund krónur yfir nóttina, en ef slíkt hús væri í leigu í þrjá mánuði yfir sumartímann þýðir það um 8,5 milljónir í tekjur.