Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur undirritað lög sem gerir stjórnarskrárdómstóli landsins heimilt að hunsa niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu. Rússneska þingið samþykkti lögin í síðustu viku.

Lögin voru birt á heimasíðu ríkisstjórnar Rússlands í dag en samkvæmt þeim verður æðsta dómstól Rússlands heimilt að hunsa ákvarðanir dómsins ef rétturinn telur niðurstöðuna andstæða stjórnarskrá landsins.

Lögin koma í kjölfar ákvörðunar Mannréttindardómstólsins frá 2014 þar sem Rússlandi var gert að greiða 1,9 milljarð evra, um 269 milljarða króna, til hluthafa olíufyrirtækisins Yukos. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að lögin séu hönnuð til þess að hindra möguleika þolenda mannréttindabrota frá því að leita réttlætis hjá alþjóðlegum stofnunum.

Mannréttindadómstóll Evrópu tók á móti 218 kærum vegna aðgerða rússneskra yfirvalda á árinu 2014, þar af hefur Rússland verið talið brotlegt í 122 tilvika.