Fyrirtæki geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með fjárfestingum hér á landi, t.d. í framleiðslu koltrefja, rekstri gagnavera og öðrum greinum, samkvæmt niðurstöðum skýrslu PwC í Belgíu. Sparnaðurinn getur  hlaupið á allt frá 16,4 milljónum dala til 48,3 milljóna, jafnvirði 2 til rúmra 5,7 milljarða íslenskra króna. Allt fer það eftir því hvort miðað er við að framleiðslan verði hér, í Bandaríkjunum eða á meginlandi Evrópu.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) og Íslandsstofa efna til hádegisverðarfundiar á morgun þar sem fjallað verður um niðurstöðu skýrslunnar og tækifærin í atvinnuuppbyggingu.

Frummælendur verða Einar Einarsson, minkabóndi og ráðgjafi, Stefanía K. Karlsdóttir, eigendi fiskeldisins Matorku, Einar Hansen Tómasson, sérfræðingur Íslandsstofu, fjallar um Ísland og alþjóðleg gagnaver og Kristinn Hafliðason, sérfræðingur hjá Íslandsstofu, fjallar um koltrefjar og efnaiðnað á Íslandi. Þórður H. Hilmarsson forstöðumaður Íslandsstofu greinir frá áherslum Íslandsstofu á samkeppnisgreiningu nýrra atvinnugreina og stýrir fundinum.

Nánar má lesa um fundinn hér .