Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Kaupverð Byr hefur enn ekki verið upplýst. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir þá sögu ganga að Íslandsbanki borgi 15 milljarða fyrir hlut ríkisins í Byr sparisjóði. „Við höfum náttúrlega ekki enn fengið að heyra það opinberlega frá fjármálaráðherra en sú saga gengur fyrir vikið um að þetta hafi kostað 15 milljarða. Ekki hefur verið hægt að staðfesta það, en það virðist þó alla vega ljóst að ríkið hafi ekki fengið til baka allt það sem það lagði í bankann fyrir sín 15%,“ sagði Sigmundur Davíð í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Áður hefur verið sagt að Íslandsbanki hyggst upplýsa kaupverðið þegar kaupin eru gengin um garð og öll skilyrði uppfyllt. Endanlegu söluferli lýkur ekki fyrr en að fengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Þangað til eru samningsaðilar bundnir trúnaði.