Samkvæmt samkomulagi gamla Landsbankans (LBI) og Landsbankans sem gert var í síðustu viku mun bankinn aðeins þurfa að greiða 66 milljarða í afborganir af erlendum skuldabréfum við LBI á árunum 2015 til 2021 ef honum tekst ekki að sækja sér lánsfé á erlendum mörkuðum fyrir árið 2018. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þar kemur fram að samkvæmt skilmálum samkomulagsins sé nú til staðar heimild sem veiti Landsbankanum rétt á að fresta greiðslu hluta þeirra afborgana, eða um 39 milljarða, sem eru að óbreyttu á gjalddaga 2018 og 2020. Bankinn geti nýtt sér þá heimild ef lánshæfiseinkunn hans í erlendri mynt er enn í ruslflokki í júní 2018.