Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Mið­flokksins, lét sér fátt um finnast um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta núverandi efnahagsástandi á Alþingi í dag.

„Það er allt í rugli, það vissum við,“ sagði Sig­mundur sem beindi spjótum sínum að Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra í ó­undir­búnum fyrir­spurna­tíma þingsins.

„Nú er lítið eftir af þinginu og á­standið í efna­hags­málum og á vinnu­markaði er al­ger­lega ó­við­unandi. Því spyr ég hæst­virtan for­sætis­ráð­herra: Er ekki rétt að nota þann skamma tíma sem eftir er af þessu þingi til að ein­beita sér að þeim málum. Að efna­hags­á­standinu, að vinnu­markaðnum, að verð­bólgunni, að stöðunni á hús­næðis­markaði?“ spurði Sig­mundur.

„Við getum ekki farið inn í sumarið án þess að bregðast við þessu á­standi. Er ekki rétt að nota tíma þingsins, nota tíma nefndanna og ég tala nú ekki um ríkis­stjórnarinnar og ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál til að koma með lausnir á þessum vanda áður en þingið fer í sumar­frí?“ spurði Sig­mundur.

Næturfundir og pítsur á kostnað skattgreiðenda

Sig­mundur sagði vanda­málið að­kallandi og krafðist þess að allir kjörnir fulltrúar myndu leggja sitt að mörkum „þó að þeir þurfi þá kannski að halda ein­hverja nætur­fundi sem er fullt til­efni til. Þeir getað pantað pítsur eða svið eða hvað annað á kostnað skatt­greið­enda og enginn mun kvarta yfir því ef lausnirnar koma.”

„Við getum ekki farið inn í sumarið í þessu full­komna ó­vissu­á­standi og við getum ekki látið þessa fáu daga sem eftir eru af þinginu líða án þess að brugðist sé við þessu neyðar­á­standi á öllum þessum sviðum,“ bætti Sigmundur við áður en Katrín fékk orðið.

Unnið að því að auka aðhaldið

Katrín sakaði Sig­mund um að vera ansi yfirlýsingarglaður í sínu máli og sagði hannlíta fram hjá því sem hefur verið gert, er verið að gera og stendur til að gera.

„Hátt­virtur þing­maður segist ekki vilja heyra um fyrir­ætlanir ríkis­stjórnarinnar eins og þær birtast í fjár­mála­á­ætlun. En ég verð bara minna hátt­virtan þing­mann á að við erum að vinna sam­kvæmt fjár­lögum ársins í ár, sem sam­kvæmt Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum styðja við verð­bólgu­mark­mið, styðja við að­gerðir Seðla­bankans,” sagði Katrín.

„Við erum að vinna að því hvernig við getum aukið enn að­hald á komandi árum út frá á­bendingum sama aðila þannig að við erum að gera það sem þarf án þess að vera að panta pítsur á kostnað skatt­greið­enda. Þess þarf ekki.“

„Hér er mikill hag­vöxtur og spáð meiri hag­vexti en áður “

Katrín vildi ekki gangast við yfir­lýsingu Sig­mundar um að allt væri í upp­námi á vinnu­markaðinum og benti honum á að víðast hvar væru samningar í gildi. Þó vissu­lega væru verk­falls­að­gerðir núna varðandi samninga við sveitar­fé­lög. Hún sagði sam­talið við vinnu­markaðinn vera gott og að­gerðir til að tryggja lang­tíma­samninga um næstu ára­mót í bí­gerð.

„Það skiptir veru­legu máli að allir leggi sitt af mörkum. Ég ætla hins vegar ekki að fara í þann leik sem hefur verið ansi mikið leikinn að undan­förnu að benda á ein­stakra söku­dólga vegna á­standsins. Stað­reyndin er sú að hér á Ís­landi eru gríðar­lega mikil efna­hags­um­svif. Hér er lítið at­vinnu­leysi. Hér er mikill hag­vöxtur, spáð meiri hag­vexti en áður var spáð og við sjáum verð­bólguna birtast þannig,“ sagði Katrín.

„Það er ekki staðan hér sú sama og víða í ná­granna­löndum okkar þar sem við sjáum vaxandi at­vinnu­leysi, sam­drátt og háa verð­bólgu þannig að við erum í raun og veru í góðri stöðu til að takast á við þetta og ég ætla að leyfa mér að trúa því að nýjasta verð­bólgu­mælingin án þess að hrósa happi, ég held að það sé ekki tíma­bært. En ég hef trú á því að verð­bólgan fari niður og þetta sé skýrt merki um það,“ bætti hún við að lokum.

Katrín Jakobsdóttir útilokar ekki frekari aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Risa­stórt verk­efni sem kallar auð­vitað á sam­stillt átak allra”

Sig­mundur sagði Katrínu tala eins og hún væri „for­sætis­ráð­herra ein­hvers allt annars lands” en Íslands og talaði eins og „hér væri allt í góðu.”

„Því skyldi ekki vera þensla með gegndar­lausri út­gjalda­aukningu ríkisins, eins og við höfum horft upp á að undan­förnu? Og hver heldur því fram að ríkis­stjórnin sé að leggja sitt af mörkum við að takast á við verð­bólguna? Ekki Seðla­bankinn. Ég hef ekki heyrt neina á­lits­gjafa úti í bæ halda því fram,“ sagði Sig­mundur sem bætti við að hann vildi einungis að ríkis­stjórnin myndi taka þátt í að­gerðum gegn verð­bólgunni.

Katrín úti­lokaði ekki frekari að­hald til að ráða bug á verð­bólgunni og sagði það al­rangt að halda því fram að hún geri lítið úr þeim vanda.

„Þetta er risa­stórt verk­efni sem kallar auð­vitað á sam­stillt átak allra, ekki bara ríkis­stjórnarinnar þótt vissu­lega hafi hún hlut­verki að gegna, heldur líka auð­vitað Seðla­bankans, sem er auð­vitað leiðandi þar, og vinnu­markaðarins,” sagði Katrín að lokum.