*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 8. apríl 2020 15:10

Getum glaðst yfir stöðunni

Sóttvarnarlæknir telur að kórónuveirufaraldurinn sé búinn að ná hámarki.

Ritstjórn
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.

Alls greindust 30 ný Covid-19 smit síðasta sólarhringinn og annan daginn í röð voru fleiri sem náðu bata en sýktust. Alls hafa nú 1.616 greinst með sýkinguna á Íslandi og af þeim hafa 633 náð bata. Alls eru 11 á gjörgæslu, þar af er 9 í Reykjavík og tveir á Akureyri.

„Ég held að við get­um glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í núna," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi Almannavarna. „Ef við leggjum mat á þennan faraldur held ég að við getum sagt það nokkurn veginn að við séum búin að ná toppnum eins og staðan er núna."

Hvað sýkingar varðar þá fylgir þróunin björtustu spá í spálíkaninu sem stuðst er við. Hvað fjöldann á gjörgæslu snertir þá fylgir þróunin svörtustu spánni.