*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 5. júlí 2015 10:55

Getum valið um 57 áfangastaði

Íslendingar geta nú flogið til 57 borga beint frá Keflavíkurflugvelli. Á hverjum degi eru að meðaltali 60 brottfarir.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fjöldi áætlunarfluga sem hægt er að fljúga til úr Leifsstöð hefur aukist um fimmtung frá því í júní í fyrra. Að meðaltali voru farnar 60 áætlunarflug á dag, eða 1836 í mánuðinum. Þá hafa Íslendingar nú val um 57 áfangastaði í beinu flugi, en þeir voru 51 fyrir ári síðan. Þetta kemur fram á vef Túrista. 

Flest flug eru flogin til Lundúna en næst flest til Kaupmannahafnar. Hér má sjá tíu vinsælustu áfangastaði flugfélaga sem fljúga úr Leifsstöð.

 1. London: 8,4% allra brottfara
 2. Kaupmannahöfn: 8,2% allra brottfara
 3. París 6,6% allra brottfara
 4. New York: 6,5% allra brottfara
 5. Boston: 6,2% allra brottfara
 6. Ósló: 5,6% allra brottfara
 7. Amsterdam: 4,3% allra brottfara
 8. Washington: 3,5% allra brottfara (jafnt 9. sæti)
 9. Stokkhólmur: 3,5% allra brottfara (jafnt 8. sæti)
 10. Frankfurt: 2,9% allra brottfara
 11. Berlín: 2,9% allra brottfara
Stikkorð: Leifsstöð flug áfangastaðir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is