Fjöldi áætlunarfluga sem hægt er að fljúga til úr Leifsstöð hefur aukist um fimmtung frá því í júní í fyrra. Að meðaltali voru farnar 60 áætlunarflug á dag, eða 1836 í mánuðinum. Þá hafa Íslendingar nú val um 57 áfangastaði í beinu flugi, en þeir voru 51 fyrir ári síðan. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Flest flug eru flogin til Lundúna en næst flest til Kaupmannahafnar. Hér má sjá tíu vinsælustu áfangastaði flugfélaga sem fljúga úr Leifsstöð.

  1. London: 8,4% allra brottfara
  2. Kaupmannahöfn: 8,2% allra brottfara
  3. París 6,6% allra brottfara
  4. New York: 6,5% allra brottfara
  5. Boston: 6,2% allra brottfara
  6. Ósló: 5,6% allra brottfara
  7. Amsterdam: 4,3% allra brottfara
  8. Washington: 3,5% allra brottfara (jafnt 9. sæti)
  9. Stokkhólmur: 3,5% allra brottfara (jafnt 8. sæti)
  10. Frankfurt: 2,9% allra brottfara
  11. Berlín: 2,9% allra brottfara